top of page
Handverk í hávegum
Brauðhúsið er handverksbakarí þar sem megináherslan er lögð á að baka næringarrík og góð matbrauð.
Í brauðin er notað lífrænt ræktað hráefni og er framleiðslan viðurkennd af Vottunarstofunni Túni.
Í brauðin er eingöngu notað súrdeig og ekkert ger, fyrir utan það sjálfsprottna ger sem er í súrdeiginu. Megnið af mjölinu er úr heilu korni sem er malað í steinkvörn og hluti af því malaður í bakaríinu og fer það því nýmalað í deigin.
bottom of page